Vogunarsjóðir og gjaldmiðlabraskarar leggja nú undir metupphæðir á að dollarinn muni veikjast gagnvart öðrum gjaldmiðlum heimsins. Sífellt fleiri telja að bandaríski dollarinn hafi misst stöðu sína sem helsti gjaldmiðill heims. Þá er talið líklegt að stýrivextir á evrusvæðinu verði brátt hækkaðir.

Fjallað er um málið á vefsíðu Financial Times. Segir að samkvæmt nýjustu gögnum eru margir að skortselja dollarann. Líta fjárfestar sérstaklega til hækkandi olíuverðs og áhrifa þess á efnahagsbata, og mikinn halla í ríkisfjármálum Bandaríkjanna.

Þannig hafði skortölusamningum fjölgað í kauphöllinni í Chicago frá því að vera 200,564 þann 22. febrúar sl. í að vera 281.088 þann 1. mars. Aldrei hafa jafn háar upphæðir verið lagðar undir í slíkum viðskiptum og nú.