Bræðurnir tveir sem grunaðir eru um árásina á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í fyrradag eru sagðir halda til í byggingu nálægt Charles de Gaulle flugvelli í París. Þá eru óstaðfestar fréttir um að þeir hafi tekið fólk í gíslingu. Sky News greinir frá þessu.

Þar kemur fram að skotbardagi hafi brotist á götum Parísar þegar lögreglan elti bifreið sem bræðurnir eru sagðir hafa stolið í morgun. Þeir eru nú taldir innikróaðir í byggingu þar sem þeir halda nokkrum í gíslingu, en innanríkisráðherra Frakka hefur staðfest að lögregluaðgerðir standi nú yfir til þess að handsama bræðurna.