Skráning kínverska bankans ICBC (Industrial & Commerical Bank of China) á hlutabréfamarkað, sem fór fram nú í vikunni, er stærsta skráning heims, segir í frétt Dow Jones.

Skráningin hljóðar upp á 19 milljarða bandaríkjadala (1,29 billjónir króna), en fyrirtækið var skráð á kauphallirnar í Hong Kong og Shanghai samtímis. Ef sérstakir réttur (e. Green shoe option) verður nýttur um aukningu hlutafjár vegna mikillar eftirspurnar verður nýttur, mun skráningin hljóða upp á 22 milljarða bandaríkjadala.

Stærsta skráning fram að þessu var skráning japanska fjarskiptafyrirtækisins NTT Mobile Communications árið 1998, sem hljóðaði upp á 18,38 milljarða bandaríkjadala (1,25 billjónir króna.)