Karlmaður sem missti báða fætur sína þegar hann tók þátt í Boston maraþoninu í apríl síðastliðnum ætlar að segja sögu sína í nýrri bók. Vitnisburður mannsins var á meðal þess sem leiddi til þess að hægt var að bera kennsl á hryðjuverkamennina sem komu sprengju fyrir í hlaupinu. Þrír menn fórust í sprengingunni og fjölmargir særðust illa.

Jeff Bauman hefur samið við Grand Central Publishing um að bókin komi út í apríl, ári eftir sprenginguna.

Bauman var kominn í mark og beið eftir kærustunni sinni þegar sprengjan sprakk. Í bók sinni mun hann segja frá því hvernig honum leið þegar sprengingin sprakk og hvernig hann vann úr áfallinu.

Bauman sagði í tilkynningu, sem AP fréttastofan vísar til , að hann vildi að bók sín yrði öðru fólki hvatning.