Orange, nýtt skrifstofu- og fundahótel, verður opnaðá mánudaginn. Ekki er um eiginlegt hótel að ræða heldur skrifstofurými og fundarsali, sem einyrkjar eða lítil fyrirtæki geta leigt í lengri eða skemmri tíma.

Leiga á skrifstofuherbergi hjá Orange kostar frá 86.000 krónum á mánuði en í opnu rými er hægt að fá skrifborð leigt fyrir 47.000 á mánuði. Inni í verðinu eru öll húsgögn, rafmagn, hiti, þrif, internet-aðgangur, tryggingar, afnot af fundarherbergi og fleira. Þá er lítið kaffihús á skrifstofuhótelinu þar sem boðið er upp á kaffi, gos og léttar veitingar.

Skrifstofuhótelið er í Ármúla 6, beint á móti höfuðstöðvum tryggingarfélagsins VÍS, en húsið hýsti áður skrifstofur verkfræðistofunnarVerkís. Orange Project ehf. leigir húsið, sem er á þremur hæðum, af fasteignafélaginu Reginn hf. Hver hæð er 600 fermetrar og rýmið er því 1.800 fermetrar í heildina.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .