Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands voru með minnsta móti í dag. Velta með bréf Icelandair nam 306 milljónum króna en gengi bréfa lækkaði um 1,04%.

Þá nam velta með bréf Eimskips 90 milljónum króna en lækkun á gengi bréfa nam 0,29%. Einungis tvö félög hækkuðu í Kauphöllinni í dag. Það voru Reginn og Össur en þar er lítil velta að baki.

Velta með skuldabréf nam 9,3 milljörðum króna. Þar af nemur velta með verðtryggð skuldabréf um 3,7 milljörðum. Þetta er mun meiri velta en var á skuldabréfamarkaðnum í gær.