Í upphafi Viðskiptaþáttarins í dag verður íslenski lánamarkaðurinn skoðaður í ljósi þeirra breytinga sem við erum að sjá á húsnæðislánum. Mun aukin samkeppni á lánamarkaði hafa í för með sér lækkun raunvaxta? Til að ræða þetta kemur í þáttinn Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Íslandsbanka.

Að því loknu verður vinnumarkaðurinn skoðaður með aðstoð Guðnýar Harðardóttur hjá vinnumiðluninni Strá. Hvað er að gerast á íslenskum vinnumarkaði og hvar er eftirspurnin mest.

Að því loknu verður haft samband við Eiríki S. Björgvinssyni bæjarstjóra Austur Héraðs en félagsmálaráðuneytið var að staðfesta sameiningu þriggja sveitarfélaga á Austurlandi og er þar með að verða til stærsti þéttbýliskjarni þar og eitt landmesta sveitarfélag á Íslandi.

Í lok þáttarins ætlum við að velta fyrir okkur líftæknimarkaðinum með aðstoð Jóns Inga Benediktssonar framkvæmdastjóra Líftæknisjóðsins.

Semsagt fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4). Þátturinnhefst kl. 16 og verður endurfluttur kl. 01 í nótt.