Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ) hyggst hefja sölu á verðtryggðum skuldabréfum fyrir rúma 100 milljarða króna á næstu 6 mánuðum. Búist er við því að bréfin verði seld í áföngum á næstu fimm árum. Greiningaraðilar telja að um mótvægisaðgerðir við ofgnótt lausafjár í kerfinu sé að ræða, sérstaklega í ljósi nýrra aðgerða stjórnvalda er snúa að skuldaleiðréttingu heimilanna.Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri ESÍ, neitar því þó að tímasetning aðgerðanna tengist aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar.

Haustið 2008 tók Seðlabanki Ísland yfir ýmsar eignir sem fjármálastofnanir höfðu lagt að veði gegn lánum hjá Seðlabankanum. Þá eignaðist Seðlabankinn almennar kröfur á hendur búum nokkurra fjármálafyrirtækja. Í kjölfarið stofnaði bankinn ESÍ til að halda utan um þessar eignir og kröfur, og er markmið ESÍ að vinda ofan af félaginuog selja eignir þess.

Samkvæmt tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að bréfin, sem stendur til að selja, séu í nokkrum flokkum en uppreiknuð fjárhæð eignar ESÍ er rúmlega 103 milljarðar króna. Stefnt er að því að stofna félög eða fagfjárfestasjóði og leggja þar inn eign ESÍ í ákveðnum bréfum.