Tekjur Lehman Brothers drógust saman um tólf prósent á þriðja ársfjórðungi vegna 60% samdráttar í tekjum af skuldabréfaviðskiptum. Hins vegar var afkoma bankans umfram væntingar vegna tekjuaukningar við hlutabréfaviðskipti. Tekjur bankans á fjórðungnum, sem endaði í lok síðasta mánaðar, nam 886 milljörðum Bandaríkjadala eða 1,54 dal á hlut. Sérfræðingar höfðu spáð að tekjurnar yrðu 1,42 dalir á hlut. Dow Jones hefur eftir sérfræðingi hjá Credit Suisse að afkoman hafi verið viðunandi miðað við ástandið á mörkuðum. Hlutabréf í Lehman féllu um 2,6% í kjölfar afkomufréttarinnar en þau hafa fallið um 20% á árinu.