Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í janúar frá fyrri mánuði. Óverðtryggð bréf lækkuðu alls um 0,8% í mánuðinum, samkvæmt GAMMAxi vísitölu óverðtryggðra bréfa. Verðtryggð bréf hækkuðu um 0,3%.

Hlutfall óverðtryggðra bréfa lækkaði í janúar en flokkurinn RB11 féll úr vísitölunni. Hlutfall óverðtryggðra er 28,8% en við bættist óverðtryggt bréf RB31 og vegur um 0,88%.

Samkvæmt upplýsingum frá GAMMA hækkaði líftími vísitölunnar úr 8,85 árum í 9,13 ár. Meðaldagsvelta í janúar var um 10,2 milljarðar króna.

Mánaðaryfirlit með ítarlegri upplýsingum má sjá hér .