Skuldatryggingarálag á skuldir ríkissjóðs stendur í tæplega 210 punktum, samkvæmt gagnaveitu Bloomberg. Hefur álagið ekki verið lægra í tæplega 3 ár, eða í júní 2008.

Skuldatryggingarálagið hefur farið lækkandi að undanförnu. Það stóð í rúmlega 250 punktum fyrr í maímánuði. Til samanburðar er álagið á skuldir Spánar rúmlega 240 punktar, og hefur hækkað á síðustu dögum.

Skuldatryggingarálag 19.5.2011
Skuldatryggingarálag 19.5.2011