Krónur
Krónur
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Að meðaltali eru skuldir Íslendinga um þremur milljónum hærri en eignir. Inneignir almennings í fjármálakerfinu samsvara því að hver landsmaður á tæplega 2 milljónir inn á bankareikningi. Skuldir heimila gagnvart fjármálafyrirtækjum nema hins vegar rúmlega 1.500 milljörðum, eða um 5 milljónum að meðaltali.

Þetta má sjá í tölum Seðlabankans um stöðu fjármálafyrirtækja sem birtar voru í fyrsta sinn nýverið, og Vísir greinir frá í dag. Alls nema heildareignir um 622 milljörðum króna.