*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 15. nóvember 2011 07:20

Skuldir Íslendinga um þremur milljónum hærri en eignir

Að meðaltali skuldar hver Íslendingur um þremur milljónum meira en eignir hans nema.

Ritstjórn

Að meðaltali eru skuldir Íslendinga um þremur milljónum hærri en eignir. Inneignir almennings í fjármálakerfinu samsvara því að hver landsmaður á tæplega 2 milljónir inn á bankareikningi. Skuldir heimila gagnvart fjármálafyrirtækjum nema hins vegar rúmlega 1.500 milljörðum, eða um 5 milljónum að meðaltali.

Þetta má sjá í tölum Seðlabankans um stöðu fjármálafyrirtækja sem birtar voru í fyrsta sinn nýverið, og Vísir greinir frá í dag. Alls nema heildareignir um 622 milljörðum króna.