Skúli Gautason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Akureyrarstofu til eins árs. Hann mun hefja störf í ágúst. Akureyrarstofa sér um atvinnu-, ferða-, menningar-, markaðs- og kynningarmál hjá Akureyrarbæ. Staðan var auglýst nýverið í ljósi þess að Þórgnýr Dýrfjörð er á leið í námsleyfi. Alls sóttu 19 manns um stöðuna.

Skúli lauk leiklistarnámi frá Leiklistarskóla Íslands og hefur lengst af starfað sem leikari. Hann lauk framhaldsnámi í menningarstjórnun frá Bifröst. Nú síðast starfaði Skúli sem kennari við VMA. Hann hefur einnig starfað sem viðburðastjóri hjá Reykjavíkurborg og menningar- og atvinnumálafulltrúi hjá Hörgársveit.