Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum eru mjög ósátt við þau áform yfirvalda að loka skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir í samtali við Fréttablaðið í dag að öryggi Eyjamanna stefni í voða og óttast að fæðingar muni heyra sögunni til í Eyjum.

Á skurðstofunni vinna bæði skurð- og svæfingalæknar og segir Elliði að þeir komi að öllum gerðum tilfella. „Það kom fyrir í ágúst að héðan var ekki fært í meira en einn sólarhring svo menn geta ímyndað sér hvernig það getur verið að vetri, segir Elliði. Brugðið geti til beggja vona ef þjónustu af þessu tagi njóti ekki við.