Skýrr hf. kynnir nú nýja þjónustu fyrir atvinnulífið, Símalausnir Skýrr, sem byggir á tækni er sameinar síma- og tölvuumhverfi fyrirtækja, segir í fréttatilkynningu.

Símalausnir Skýrr er hluti af samþættum heildarlausnum Skýrr. Hinir 2.300 viðskiptavinir fyrirtækisins eru af öllum stærðum og gerðum og sækja til Skýrr afar fjölbreytta þjónustu.

Það færist mjög í vöxt að atvinnulífið nýti sér einfaldleika og hagkvæmni þess að sækja alla sína upplýsingatækniþjónustu til eins og sama þjónustuaðila og hafa allt á einum stað. Nú bætist fjarskiptaþjónustan við vöru- og þjónustuúrval Skýrr, segir í  tilkynningunni.

Símalausnir Skýrr er hagkvæm og sveigjanleg símaþjónusta. Símstöðin aðlagast þannig stærð fyrirtækja og er hýst hjá Skýrr í miðlægu og öruggu rekstrarumhverfi þar sem hún er vöktuð 24/7. Lausnin hentar vel fyrir fyrirtæki og stofnanir með dreifða starfsemi. Skrifstofusíminn er aðgengilegur þegar unnið er fjarri vinnustöðvum, segir í tilkynningunni.

Kostir Símalausna Skýrr eru fjölmargir. Þar má til dæmis nefna að sjálfsafgreiðsla notenda á eigin símastillingum er gegnum hefðbundinn Explorer-vafra. Talhólf er samtengt við Outlook-póstkerfi notenda og flýtistika fyrir lausnina er tengd við Outlook og vafra. Skiptiborðið er einfalt og þægilegt og keyrir á Windows-hugbúnaði.