Þriggja manna nefnd hefur lokið úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og áhættumati við fjárfestingar lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 og mun hún kynna skýrslu um málið eftir hádegi í dag.

Skýrslan
Skýrslan

Skýrslan er engin smásmíði, 700 blaðsíður í fjórum bindum. Til samanburðar kom Rannsóknarskýrsla Alþingis út í níu bindum. Skýrslan um lífeyrissjóðina er í blaðsíðum talið á við þrjú fyrstu bindi Rannsóknarskýrslunnar.

Í skýrslunni er meðal annars fjallað almennt um forsöguna, uppbyggingu lífeyrissjóðanna og fjárfestingar þeirra fyrir hrun. Þá eru í bindunum að finna umfjöllun um starfsemi hvers og eins þeirra 32 lífeyrissjóða sem voru undir smásjá skýrsluhöfunda á árunum 2006 til 2009.

Það var stjórn og varastjórn Landssamtaka lífeyrissjóðanna sem samþykkti um mitt ár 2010 fór þess á leit við ríkissáttasemjara að hann skipaði þriggja manna nefnd til að gera úttekt á fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna, ákvarðanatöku þeirra og áhættumati við fjárfestingar í aðdraganda bankahrunsins í október 2008.

Í nefndina voru skipaðir: Hrafn Bragason hæstaréttardómari, formaður, Héðinn Eyjólfsson viðskiptafræðingur og Guðmundur Heiðar Frímannsson heimspekiprófessor. Með nefndinni hafa starfað Kristján Geir Pétursson lögfræðingur og Þórunn Ansnes viðskiptafræðingur.