Slippurinn á Akureyri hefur gengið frá samningi um smíði á vinnslubúnaði í tvo frystitogara sem verið er að smíða í Tyrklandi. Þetta er stærsti einstaki samningurinn í sögu fyrirtækisins.

Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins, segir í samtali við Vikudag á Akureyri búnaðinn sem verði smíðaður dýr, líklega um 30% af ársveltu fyrirtækisins.

Hátt í 20 starfsmenn Slippsins verða í verkefninu í allan vetur. Þá mun Slippurinn kaupa þjónustu frá öðrum fyrirtækjum.