Slitastjórn Landsbankans hefur rift launagreiðslum frá því í september 2008. Launagreiðslurnar voru til bankastjóra og eins millistjórnenda, og fólu í sér uppgjör á kauprétti. Þetta kom fram á blaðamannafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans sem nú stendur yfir.

Uppgjörið sem um ræðir er upp á um 400 milljónir króna.