Skattsvikamál sérstaks saksóknara á hendur Ingvari Vilhjálmssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn.

Samkvæmt ákæru embættis sérstaks saksóknara á Ingvar að hafa vantalið fjármagnstekjur upp á rétt tæpar 500 milljónir króna árið 2008. Um er að ræða tólf framvirka gjaldmiðlasamninga sem Ingvargerði við Kaupþing sem voru á gjalddaga á fyrri hluta árs 2008. Hann á að hafa komið sér undan því að greiða um 50 milljónir króna í skatt af 500 milljóna króna fjármagnstekjum.

Ingvar var árið 2011 dæmdur til að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða króna vegna lána til hlutabréfakaupa í Kaupþingi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.