Doha-viðræðunum í Genf hefur verið slitið. Engin niðurstaða fékkst af fundarhöldunum, en menn höfðu vonast til þess að árangur næðist í stefnumótun heimsviðskipta, sérstaklega varðandi tollamál, á fundinum.

Upp úr viðræðunum slitnaði eftir að Kína, Indland og Bandaríkin gátu ekki komið sér saman um hvernig rétt sé að haga verslun með landbúnaðarvörur.

Upphaflega hófust viðræðurnar árið 2001 en nokkrum sinnum hefur slitnað upp úr þeim síðan þá.