„Þjónusta SHS stendur og fellur með því að við séum ávallt í stöðugu og öruggu sambandi, hvort sem við erum staddir í heimahúsi, lyftu, bílakjallara eða annars staðar,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, en fyrirtækið hefur samið um að sinna allri fjarskiptaþjónustu fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS). Ómar og slökkviliðsstjórinn Jón Viðar Matthíasson skrifuðu undir samning þessa efnis á heldur óvenjulegum stað, þ.e. í körfubíl slökkviliðsins.

Fram kemur í tilkynningu frá Vodafone þar sem greint er frá samningnum að slökkviliðið bætist í hóp annarra viðbragðs- og almannavarnaaðila sem hafa fært sín viðskipti til Vodafone, þar á meðal eru Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæslan, Landspítali - háskólasjúkrahús, Flugmálastjórn, Vegagerðin, Ríkisútvarpið, Landsvirkjun.