Stjórn Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (SHS) hafa gert samning við heilsuræktarstöðvar World Class þess efnis að starfsmenn SHS stundi þar æfingar.

Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að gott líkamlegt ástand starfsmanna er einn af grundvallarþáttum þess að sinna krefjandi starfi og því er mjög mikilvægt að góð aðstaða til heilsuræktar sér tryggð.

„SHS hefur ætíð lagt mikla áherslu á þennan þátt í starfsemi liðsins og unnið með fagaðilum að því með mjög góðum árangri,“ segir í tilkynningunni.

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri segir þjónustusvæði SHS hafa stækkað mikið s.l. ár og það er sé helsta baráttumál að lágmarka viðbragðstíma liðsins.

„World Class er með útibú á öllum þeim slóðum þar sem starfsemi okkar fer fram og það eitt og sér ætti að hjálpa okkur í þessari baráttu. Hluti af því að veita góða þjónustu er að hafa starfsmenn sem eru í góðu líkamlegu og andlegu formi, svo einfalt er það nú,“ segir Jón Viðar.

„Í dag eru starfsmenn í góðu standi og nú fær Word Class það verðuga verkefni að viðhalda því og jafnvel gera gott enn betra.“

Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class segir það mikinn heiður og ánægja að fá jafn kraftmikinn og metnaðarfullan hóp í húsið.

„Við höfum lengi horft til þess að þeir æfðu hjá okkur og það er sérstaklega ánægjulegt að fá að bjóða hópinn velkominn í World Class,“ segir Björn í tilkynningunni.