Heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð um lyfjaauglýsingar þar sem að að sett eru skýr skilyrði um hvaða upplýsingar koma fram í auglýsingum um lausasölulyf svo að hægt sé að tryggja að þær upplýsingar sem mikilvægastar skili sér til neytenda. Þetta kemur fram í frétt á vef Velferðarráðuneytisins .

Félag atvinnurekenda tekur þessari ákvörðun fagnandi . Heilbrigðisráðherra hefur tekið tillit til ábendinga og tillagna Félags atvinnurekenda um hvernig mætti gera lyfjaauglýsingar einfaldari og aðgengilegri.

„Reglugerðin er meðal annars sett til innleiðingar Evrópureglna um lyfjaauglýsingar. Í fyrstu drögum hennar var meðal annars gert ráð fyrir birtingu alltof umfangsmikilla upplýsinga í lyfjaauglýsingum, til dæmis um skammtastærðir, pakkningastærðir og allar mögulegar aukaverkanir viðkomandi lyfs, en í sumum tilvikum geta þær numið tugum. Þá var gert ráð fyrir að mismunandi kröfur væru gerðar til birtingar upplýsinga eftir því í hvers konar miðli auglýsingin birtist,“ segir meðal annars í frétt á vefsíðu Félags atvinnurekenda.