*

mánudagur, 21. september 2020
Innlent 30. september 2016 15:40

Smálán tekið til gjaldþrotaskipta

Fyrirtækið Smálán ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Smálán hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Smálán ehf. verður tekið til gjaldþrotaskipta 21. september en skiptafundur fyrirtækisins fer fram 29. desember.

Smálán ehf. er í 100% eigu DCG ehf. þar sem að skráður eigandi er Leifur Alexander Haraldsson, en fyrirtækið tengist Kredía einnig. Marion Mengela er skráður sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri hjá báðum félögunum. Þetta kemur fram á vef Mbl.is.