Smásala jókst óvænt um 0,2% í Bandaríkjunum í ágúst, þrátt fyrir samdrátt í sölu húsgagna og á bensínsstöðvum, segir í frétt Dow Jones

Greiningaraðilar höfðu spáð 0,2% samdrætti, segir í fréttinni.

Smásala jókst um 1,4% í júlí.

Ef sala á eldsneyti og bifreiðum er tekin frá er aukningin 0,4% í ágúst, en var 0,5% í júlí.

Sala á bensínstöðvum dróst saman um 1,0% í ágúst, eftir að hafa hækkað um 1,6% í júlí. Húsgagnasala dróst saman um 0,3%.