Smásala í Bandaríkjunum í nóvember reyndist nokkuð lakari en spár höfðu gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í morgunpósti IFS greiningar og vitna þeir í tölur frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Útsölurnar í kjölfar þakkargjörðarhátíðina voru gríðarlega vel sóttar en þrátt fyrir það var vöxturinn ekki í takt við væntingar.

Leiðrétt fyrir árstíðarsveiflum og jólasölu, en ekki verðlagi, nam smásala í nóvember 399 milljörðum Bandaríkjadala, sem er 0,2% vöxtur á milli mánaða en spár höfðu sýnt 0,6% vöxt.