Smásala í Bretlandi dróst saman um 0,4% í september og hefur þannig ekki verið minni í um tvö og hálft ár.

Á fréttavef BBC kemur fram að smásala hefur nú aðeins aukist um 1,8% á þessu ári sem þó er umfram væntingar greiningaraðila sem höfðu gert ráð fyrir 0,9% samdrætti í smásölu.

Þá telja greiningaraðilar í Bretlandi að útlitið sé dökkt fyrir smásala á næstunni, þá sérstaklega tískuvöruverslanir, þar sem einkaneysla muni dragast nokkuð saman næstu mánuði.

Þó eru menn sammála um að smásala á matvörum eigi eftir að halda sjó á meðan samdráttur eigi eftir að eiga sér stað á fötum og húsgögnum.