Verð hlutabréfa vestur í Bandaríkjunum hefur fallið frá opnun í dag en ástæðan er einkum sú að að tölur um smásöluverslun sem birtar voru í dag voru undir væntingum. Smásöluverslunin jókst um 0,4% janúar en reiknað hafði verið með að vöxturinn myndi mælast 0,7% .Þá var það heldur ekki falllið til að kæta fjárfesta að Moody´s færði í dag niður horfur vegn lánshæfismat níu landa í Evrópu sem aftur endurspeglar óvissuna með aðhalds- og efnhagsumbætur á meðal evruríkjanna. Áhrifin voru þau að allar hlutabréfavísitölur í Evrópu enduðu í rauðu þrátt fyrir að hafa verið grænar nær allan daginn.