*

laugardagur, 4. júlí 2020
Erlent 2. apríl 2012 12:19

Snyrtivörufyrirtækið Coty vill kaupa Avon

Stjórnendur bandaríska snyrtivörufyrirtækisins Avon voru tregir til að ganga til viðræðna. Hulunni var því svipt af yfirtökutilraunum.

Ritstjórn

Franski snyrtivöru- og ilmvatnsframleiðandinn Coty hefur boðið 10 milljarða dala í bandaríska keppinautinn Avon. Coty býður hluthöfum Avon, sem skráð er á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum, 23,25 dali á hlut. Það er um fimmtungi hærra en gengið á markaðnum við lok dags á föstudag. Gengið rauk upp í kjölfarið um rúmt 21%.

Bandaríska stórblaðið The Wall Street Journal segir stjórnendur Coty hafa ákveðið að greina frá yfirtökutilraununum eftir að ekki tókst að fá fulltrúa Avon að borðinu til viðræðna.

Avon átti undir högg að sækja í kreppuni en staðan batnað aðeins síðan þá eftir umtalsverða uppstokkun á rekstrinum. Engu að síður hefur forstjórinn Andrea Jung, sem stýrt hefur fyrirtækinu síðastliðin 13 ár, lýst því yfir að hún ætli að ganga frá borði.

Stikkorð: Avon Andrea Jung Coty