Annari umferð kosningar um 1. sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík á valfundi VG er lokið.

Hlaut Sóley Tómasdóttir 153 atkvæði, en Líf Magneudóttir 152 atkvæði. Munaði því aðeins einu atkvæði á frambjóðendunum en alls voru 8 seðlar auðir eða ógildir. Formaður kjörstjónar tilkynnti þetta fyrir stuttu.

Kjósa þurfti tvisvar sinnum þar sem enginn af þeim þremur frambjóðendum sem sóttust eftir sætinu fékk meirihluta atkvæða. Í fyrri kosningunni hlauti Sóley 150 atkvæði, Líf 132 atkvæði og Grímur Atlason 86 atkvæði.