*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Innlent 1. nóvember 2019 09:11

Söluferli Iceland Travel slegið á frest

Gert hafði verið ráð fyrir að söluferlið myndi hefjast nú í haust en þeim áformum hefur verið slegið á frest.

Ritstjórn
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.
Eva Björk Ægisdóttir

Áformum Icelandair um sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel hefur verið slegið á frest. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi vegna birtingar uppgjörs þriðja ársfjórðungs núverandi árs.

Í byrjun árs var greint frá því að Icelandair Group hefði ákveðið að hefja undirbúning á sölu ferðaskrifstofunnar. Gert var ráð fyrir að söluferlið myndi hefjast nú í haust en líkt og áður segir hefur þeim áformum verið slegið á frest.