Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður ritstýrir nú nýjum dálki á upplýsinga- og afþreyingarsíðunni Spyr.is, þar sem hann rennir yfir helstu fréttir fjölmiðla og bendir á þær sem honum finnst vert að vita um.

Dálkurinn á sér fjölmargar erlendar fyrirmyndir þar sem vinsælt er að taka saman fréttayfirlit að morgni og benda á fréttir í innlendum og erlendum fjölmiðlum fyrir þann daginn. Sölvi skrifar að hámarki 140 til 180 stafi á hverja frétt.

Sölvi skrifar líka kveðju til lesenda í hverri grein. Í pistli dagsins rifjar hann upp skemmtilega tíma þegar hann var að vinna með Gissuri Sigurðssyni fréttamanni, sem hefur eflaust þjálfað þá marga ungliðana í gegnum tíðina. Sölvi segir Gissur eins öruggan og klettinn í hafinu.