Japanski tölvurisinn Sony hefur afturkallað 440.000 Vaio fartölvur vegna galla í víravirki tölvunnar, sem olli sjö manns minniháttar brunasárum.

19 tegundir Vaio TZ tölvuseríunnar, sem framleiddar voru á bilinu frá maí 2007 til júlí 2008 hafa verið afturkallaðar.

Fyrir tveimur árum neyddust nokkrir tölvuframleiðendur til að afturkalla yfir 10 milljónir fartölva, þar sem rafhlöður sem Sony framleiddi gáfu valdið ofhitnun.

Sony segir afturköllunina nú vera til komna vegna þess að vírar sem liggja nálægt samskeytum fartölvunnar og fartölvuskjásins geti slitnað fljótt og það valdi þá mögulega skammhlaupi og ofhitnun.

209 kvartanir höfðu borist Sony vegna ofhitnunar tölva og fimm manns í Japan, einn í Bandaríkjunum og einn á Ítalíu höfðu brennt sig á þeim.