Í kjölfar dapurs uppgjörs annars fjórðungs í gær tilkynnti farsímaframleiðandinn Sony Ericsson að 2,000 manns yrði sagt upp hjá fyrirtækinu í hagræðingarskyni. Tap annars fjórðungs hjá fyrirtækinu á öðrum fjórðungi nam tveimur milljónum evra, en á sama tímabili nam hagnaður 315 milljónum evra.

Talsmaður fyrirtæksins sagði í gær að litið yrði til starfsstöðva fyrirtækisins um allan heim áður en endanleg ákvörðun verður tekin um hvar mesti niðurskurðurinn verður.

Sony Ericsson segist ætla að spara 300 milljónir evra á ári með aðgerðunum.