Japanska tæknifyrirtækið Sony hefur keypt farsímafyrirtækið Sony Ericson. Kaupverð er einn milljarður evra, jafnvirði um 160 milljarða íslenskra króna. Samstarfi Sony og Ericson á farsímamarkaði hættir í kjölfar viðskiptanna.

Farsímafyrirtækið Sony Ericson var í fremstu röð farsímaframleiðenda fyrir nokkrum árum. Markaðshlutdeild fyrirtækisins hefur dalað nokkuð upp á síðkastið og nemur hún aðeins 1,7 prósent á heimsvísu í dag, samkvæmt upplýsingum markaðsrannsóknarfyrirtækisins Gartner.

Reuters-fréttastofan hermir að með kaupunum ætli Sony að gera betur og demba sér í samkeppni við Apple og Samsung á faríma- og spjaldtölvumarkaðnum.