Greiningardeild Arion banka spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í ágúst. Gangi spá okkar eftir mun ársverðbólgan mælast 5,2% samanborið við 5% í júlí. Verðbólguna má að þessu sinni rekja til áhrifa vegna útsöluloka, en þau koma fram að hluta í ágúst og afgangurinn í september. Eldsneytisverð hefur áhrif til lækkunar. Gangi bráðabirgðaspá greiningardeildar eftir er útlit fyrir að 12 mánaða verðbólga verði rétt undir 6% í árslok.