*

miðvikudagur, 19. febrúar 2020
Innlent 11. apríl 2017 18:30

Spá 16 milljarða arðgreiðslum

Arion banki spáir því að félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands greiði samtals um 16 milljarða króna í arð.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Greiningardeild Arion spáir því að félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands greiði samtals um 16 milljarða króna í arð til hluthafa fyrir rekstrarárið 2016.

Um er að ræða 18% lækkun á arðgreiðslum frá árinu á undan, en arðgreiðsluhlutfall markaðarins er um 1,8%.

Vægi félaga sem byggja á íslenskri eftirspurn fer vaxandi samkvæmt samantekt Arion, en þessi félög greiða hærra hlutfall hagnaðar í arð.

Séu kaup á eigin bréfum tekin með í myndina, má áætla að greiðslur til hluthafa geti numið allt að 26 milljörðum króna.

Stikkorð: Arion Arðgreiðslur Markaður