Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði 2% hér á landi á þessu ári og 2,5% á því næsta, að því er fram kemur í þjóðhagspá Hagstofunnar .

Fram kemur í spánni að einkaneysla muni aukast minna í ár en í fyrra og að fjárfesting dregst saman um 3,1%. Á næsta ári er svo gert ráð fyrir að einkaneysla taki betur við sér og verði 2,5% en fjárfesting aukist þá um 10,6% og vaxi út spátímann. Samneysla eykst um 0,8% á þessu ári, stendur í stað 2014 en eykst hægt eftir það.

Þá er spáð 3,8% verðbólgu á þessu ári og 3,6% á næsta ári. Lausir kjarasamningar valda meiri óvissu en ella um verðlagshorfur á næstu misserum, að mati Hagstofunnar.