Gengi krónunnar hækkaði nokkuð frá í apríl og fram undir miðjan ágúst. Síðan þá hefur það lækkað um 9%.Gengislækkunin er mismikil gagnvart einstökum gjaldmiðlum en sem dæmi nemur hún nú 9,7% gagnvart evru.

Seðlabankinn bendir á það í Peningamálum sem komu út í morgun samhliða vaxtaákvörðun að gengisþróunin skýrist sem fyrr líklega einkum af gjaldeyrisútflæði vegna endurgreiðslna á erlendum lánum innlendra fyrirtækja og stofnana. Gjaldeyrisinnflæði tengt ferðamannatímanum hafi unnið tímabundið á móti. Sá þrýstingur er hins vegar í rénum auk þess sem viðskiptakjör þjóðarbúsins hafa versnað á árinu. Seðlabankinn segir ennfremur að óvissa í tengslum við losun fjármagnshafta geti einnig veikt krónuna.

Ekki er gert ráð fyrir að gengið breytist mikið á næstu þremur árum.