*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 18. ágúst 2017 13:25

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeild Arion Banka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Greiningardeild Arion banka spáir því að stýrivextir muni haldast óbreyttir þegar peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnir um vaxtaákvörðun sína þann 23. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í markaðspunktum greiningardeildarinnar.

Meginástæðan fyrir mati deildarinnar er sú að verðbólguálag hefur hækkað auk talsverðrar lækkunar raunstýrivaxta. Hvort tveggja hefur vegið þungt í vaxtaákvörðunum undanfarið. 

Þá nefndir deildin einnig að Seðlabankinn hafi haldið sér algjörlega til hlés á gjaldeyrismarkaði. Kemur þetta á óvart þar sem sveiflur í gengi krónunnar hafa að mati greiningardeildar verið óhóflegar í sumar. „að verður fróðlegt að sjá hvort nefndin hafi sýn á gjaldeyrisinngripastefnu bankans horft fram á við."

Stikkorð: Stýrivextir Arion Banki