„Ytri aðstæður í rekstri Icelandair hafa breyst til hins verra á skömmum tíma eftir því sem efnahagshorfur hafa versnað á Íslandi og alþjóðlega."

Þetta segir í umfjöllun IFS Greiningar, en fyrirtækið hefur gefið út afkomuspá fyrir stærstu félögin í Kauphöll Íslands.

IFS spáir 3,2 milljarða króna tapi af rekstri Icelandair á fjórða fjórðungi ársins 2008. Til samanburðar nam tap félagsins 780 milljónum króna á fjórða fjórðungi ársins 2007.

Í umfjöllun IFS segir að afkoman á fjórðungnum verði slök vegna samdráttar í tekjum bæði í farþega- og fraktflugi auk þess sem líklegt sé talið að félagið þurfi að afskrifa viðskiptavild vegna slakrar afkomu tveggja dótturfélaga undanfarið.