Vísitala neysluverðs hækkar um 0,3% á milli mánaða og fer verðbólga við það úr 2,2% í 2,3%, samkvæmt verðbólguspá IFS Greiningar. Fyrir ári stóð verðbólgan í 3,3%.

Fram kemur í verðbólguspá IFS Greiningar að undanfarna þrjá mánuði hafi verðbólga á ársgrundvelli hækkað úr 0,8% í 5,0%. Ástæðan fyrir því er sú að verðhjöðnunin í janúar dettur út úr mælingunni og verðlag hækkaði nokkuð í febrúar.