IFS Greining spáir því að verðbólga hér á landi lækki úr 5,4% í 4,9%. Forsendur spárinnar eru þær að verð á matvælum og drykkjarvöru hækkar úr 0,2% en vegna styrkingu krónunnar undanfarnar vikur er gert ráð fyrir óbreyttu verði í júní frá fyrri mánuði.

Til samanburðar var4,2% verðbólga hér fyrir ári. Hæst fór hún í 18,6% í janúar árið 2009.

Þá segir í spánni að samkvæmt nýjum tölum úr Verðsjá FMR virðist húsnæðisverð hafa hækkað lítillega. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að húsaleiga hækki um 1,0% á milli mánaða og húsnæðisliðurinn um 0,6%.

Flugfargjöld lækka um 6%

Því til viðbótar er bent á að bensínverð hafi lækkaði um 3,3% og díselolíu um 3,2%. Styrking krónunnar síðustu daga og væntingar næstu vikna þrýsta bensínverði niður á komandi vikum, að sögn IFS Greiningar sem bætir við að aukin samkeppni í flugi með Wow air og Easy Jet héðan lækkaði fargjöld um 6% á milli mánaða.