Hagkerfið vex um 2,6% á þessu ári og 2,4% á næsta ári, samkvæmt þjóðhagspá Hagstofunnar sem birt var í dag. Hagspáin nær frá þessu ári og fram til 2016. Til samanburðar gerir Seðlabankinn ráð fyrir rétt rúmlega 3% hagvexti á árinu og 2,3% hagvexti á næsta ári.

Í hagspánni er gert ráð fyrir að aukin einkaneysla og fjárfestingar keyri vöxtinn áfram. Á móti dregst samneysla saman um 1,3% á þessu ári. Gert er ráð fyrir að hún taki við sér eftir þrjú ár.

Þá er gert ráð fyrir því að verðbólga verði yfir 4% fram á næsta ári en lækki eftir það og verði við verðbólgumarkmið Seðlabankans.

Þjóðhagsspá Hagstofunnar