Pitsustaðurinn Spaðinn, sem Þórarinn Ævarsson fyrrum framkvæmdastjóri IKEA stýrir, jók í síðasta mánuði hlutafé sitt um 5 milljónir, úr 45 milljónum króna í 50 milljónir.

Þórarinn sagði í samtali við Viðskiptablaðið að ráðist hefði verið í umrædda hlutafjáraukningu til að hnýta lausa enda, en staðurinn var opnaður á Dalvegi í Kópavogi í maí sl. Þórarinn kveðst himinlifandi með hve góðar móttökur Spaðinn hefur fengið og vonast hann til að opna annan slíkan stað á þessu ári.