Smiðirnir Sveinn Arnar Reynisson og Stefán H. Matthíasson, sem hafa rekið byggingaverktakafyrirtækið Norðanmenn undanfarin ár, ákváðu í haust að söðla um í kjölfar þess að verkefnum fækkaði þegar kreppan skall á. Þeir færðu sig um set til Grindavíkur og hófu að hanna og smíða vandaðar en ódýrar líkkistur.

Þetta kemur fram á heimasíðu Grinavíkurbæjar, www.grindavik.is .

Þar er haft eftir Stefáni að árlega séu seldar um 2300 líkkistur á Ísland og stærsti hlutinn innfluttur. Markmið Norðanmanna sé að ná góðri markaðshlutdeild enda telja þeir sig vel samkeppnishæfa, þeir bjóða upp á kistur á mun lægra verði en þær innfluttu. Þá hafa þeir verið í þreifingum við Vestur-Íslending í Kanada um að selja líkkistur þangað en þar er mun stærri markaður en hér á landi. Þær viðræður eru hins vegar á byrjunarreit.