*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 27. maí 2018 13:09

Sparisjóðakerfið minnkað um 96%

Eignir sparisjóða samsvara um 0,5% af heildareignum lánastofnana á Íslandi.

Ingvar Haraldsson
Kynning á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna árið 2014.
Haraldur Guðjónsson

Eignir þeirra fjögurra sparisjóðanna sem eftir standa námu 23,8 milljörðum króna um síðustu áramót. Sextán sparisjóðir voru starfandi á landinu árið 2008 og námu eignir þeirra 668 milljörðum króna í lok ársins 2008. Sparisjóðakerfið hefur því minnkað um 96% á áratug. Þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina kom út árið 2014 voru sparisjóðirnir orðnir átta og eignir þeirra námu samtals 58 milljörðum króna. Síðan þá sameinuðust Sparisjóður Norðurlands og Sparisjóður Vestmannaeyja við Landsbankann og AFL og Sparisjóður Ólafsfjarðar runnu inn í Arion banka. 

Eignir sparisjóðanna fjögurra sem eftir standa námu 23,8 milljörðum króna í lok síðasta árs sem samsvarar um 0,5% af heildareignum lánastofnana samkvæmt ársskýrslu FME. Engu síður hefur verið vöxtur hjá þeim sparisjóðum sem eftir standa. Samanlagðar eignir sjóðanna fjögurra hafa vaxið um 27% á síðustu fjórum árum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Sparisjóðir