Sparisjóður Strandamanna með mestu arðsemi eigin fjár af íslenskum sparisjóðum eða 53,6%. Næstur kemur Sparisjóður Svarfdæla með 41,8%, þá Sparisjóður Siglufjarðar með 34,5% og SRON með 32,3%. Einn sparisjóður hafði neikvæða arðsemi eigin fjár; Sparisjóður Skagafjarðar með -17,4%.

Meðalarðsemi sparisjóðanna tuttugu og þriggja var 18,9%. Meðalarðsemi viðskiptabankanna fjögurra var 26,9%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins um fjármálafyrirtæki, sem gefin er út árlega.