Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), Jose Manuel Barroso, segir "ekkert til í því" að Evrópusambandið muni þurfa að koma Portúgal til bjargar með neyðaraðstoð. Landið muni sjálft geta tekið á sínum vandamálum, að því er segir í frétta breska ríkisútvarpsins BBC í morgun. Eftir að Írar leituðu neyðaraðstoðar hjá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur kastljósið á mörkuðum beinst að fleiri löndum ESB í skuldavanda, einkum Portúgal. Jose Socrates, forsætisráðherra Portúgal, sagði í samtali við BBC að landið hefði öll vopn á hendi til að fjármagna sig sjálft á mörkuðum og grípa til ráðstafana í ríkisfjármálum til að rétta af fjárhaginn.