Umbreyting á rekstri Sæplasts stendur yfir um þessar mundir. Félagið vinnur nú að stækkun verksmiðju sinnar á Spáni, einnig er í skoðun stækkun á verksmiðju félagsins í Hollandi. Unnið er að byggingu nýrrar PVC verksmiðju í Noregi sem mun verða einhver tæknivæddasta verksmiðja sinnar tegundar í heiminum. Auk þessa er unnið að ýmis konar hagræðingar aðgerðum auk samþættingar á þáttum s.s. innkaupum, sölu- og markaðsstarfs sem og vöruþróunar ein og segir í tilkynningu félagsins í kringum ársuppgjör þess.

Félagið hefur stofnað vöruþróunar- og tæknisetur og stefnir að auknu samstarfi við helstu þekkingaraðila á starfssviði félagsins.